England og Skotland saman í riðli annað Evrópumótið í röð | Mætast á sama velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 07:00 Árið 1996 mættust Skotland og England á Wembley í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Árið 2021 munu þau gera slíkt hið sama. Shaun Botterill/Allsport Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu frá árinu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. Í gær tryggði Skotland sér þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Sigurinn gat vart verið dramatískari en liðið mætti Serbíu á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 og það var hún einnig eftir framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem David Marshall – 35 ára gamall markvörður Derby County sem situr um þessar mundir á botni ensku B-deildarinar – reyndist hetja Skota. Eftir að fyrstu níu spyrnurnar höfðu sungið í netinu var komið að Aleksandar Mitrović. Þurfti hann að skora til að tryggja bráðabana. Marshall varði og eftir að hafa fengið það staðfest frá dómara leiksins að hann hefði ekki farið með báða fætur af línunni þá hreinlega varð allt vitlaust, Skotlands-megin þar að segja. David Marshall waits for confirmation that Scotland are going to the Euros...pic.twitter.com/HkK7DrqqAU— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2020 Skotland tryggði sér þar með þátttöku á sínu fyrsta stórmóti frá árinu 1998 þegar liðið tók þátt á HM í Frakklandi. Tveimur árum áður hafði liðið verið á EM sem fram fór í Englandi. Það sem meira er, árið 1996 voru Skotland og England saman í riðli – ásamt Hollandi og Sviss. Það sama er upp á teningnum næsta sumar þar sem Skotland og England eru aftur saman í riðli, að þessu sinni ásamt Króatíu og Tékklandi. Þessir fornu fjendur eru því saman í riðli annað Evrópumótið í röð, þó það séu 25 ár á milli móta. Það sem meira er, þau mætast aftur á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga sem staðsettur er í Lundúnum. Völlurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar frá því árið 1996 en heitir þó enn sama nafni. Scotland will play England in their second group game of Euro 2020 on June 18 2021.A date for the diary, Scotland fans. — Sky Sports Football (@SkyFootball) November 12, 2020 Stóra spurningin er svo hvort Skotar hefni fyrir tapið frá því 1996. England vann 2-0 þökk sé mörkum frá Alan Shearer og Paul Gascoigne. Í stöðunni 0-0 varði David Seaman - marvörður Englands- vítaspyrnu frá Gary McAllister sem átti heldur betur eftir að snúa leiknum Englandi í dag. Þeir skoruðu tvö mörk í kjölfarið, unnu leikinn og svo síðar meir riðilinn. Að sama skapi sátu Skotar eftir með súrt bragð í munninum. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins með fjögur stig líkt og Holland. Bæði lið voru með markatöluna mínus eitt mark en þar sem Hollendingar höfðu skorað fleiri mörk en Skotarnir þá fóru þeir áfram í 8-liða úrslit mótsins. Þá var Gareth Southgate, núverandi þjálfari enska landsliðsins, í byrjunarliði Englands í leiknum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Skotland og Slóvakíu tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15
„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16