„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 18:16 Andy Robertson er í stórhlutverki hjá Liverpool en hann er líka fyrirliði skoska landsliðsins sem gæti komist á EM í kvöld. Getty/Andrew Powell Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira