Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:06 Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Hægt væri að bólusetja alla þjóðina á aðeins örfáum dögum að sögn Óskars Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. Heilsugæslan er byrjuð að huga að undirbúningi bólusetninga hér á landi við covid-19 eftir að jákvæðar fréttir bárust af þróun bóluefnis. „Við erum að skipuleggja þetta og við erum strax farin hugsa málið því að þetta er mjög spennandi og mikil gleði að sjá hvað þetta bóluefni virðist vera gott, eins og náttúrlega langflest bóluefni eru, og það er frábært. Og miðað við það að við erum að detta svona vel niður í tíðni núna þá er alveg möguleiki á að við séum bara að ná þessu, þetta eru ekki nema nokkrar vikur,“ sagði Óskar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mikið álag hafi verið á heilsugæslunni undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins líkt og á öðrum heilbrigðisstofnunum og því sé ánægjulegt að geta einnig farið að huga að því að bregðast við jákvæðum fréttum af bóluefni. „Það er okkar von að þetta séu mjög góðar fréttir.“ Spurður hversu langan tíma það geti tekið að bólusetja alla Íslensku þjóðina segir Óskar það vera gerlegt á tiltölulega skömmum tíma. „Við værum ekki lengi að því vegna þess að það er hægt að skipuleggja þetta með ýmsum hætti. Við getum þess vegna sett allt okkar starfsfólk bara á einum laugardegi á einhvern einn stað eða á tuttugu staði á höfuðborgarsvæðinu ef að við værum að taka það fyrir og þá erum við nú ekki lengi að þessu. Þetta fer aðallega eftir því hvað við fáum efnið fljótt. Það eru meiri líkur á að við fáum þetta í smáskömmtum og við byrjum á að velja úr ákveðna hópa og svo færum okkur áfram eftir áhættunni,“ segir Óskar. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær fólk sem ekki starfar í framlínu eða er í áhættuhópi muni geta fengið bólusetningu. „Ef að bóluefni kemur um áramótin eða fljótlega eftir áramótin, það eina sem stýrir þessu er bara hversu hratt við fáum bóluefnið. Ef við fáum alla skammtana í einu þá erum við bara nokkra daga að þessu. Við getum alveg gert þetta á nokkrum dögum því að við tökum bara frá tíma í þetta og gerum þetta,“ segir Óskar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út ráðgefandi leiðbeiningar um hvernig æskilegt er að mati stofnunarinnar að forgangsraða þjóðfélagshópum í bólusetningu. Það er í höndum sóttvarnalæknis að gera tillögur að því hvernig því verður háttað hér á landi. „Hann er kominn með fólk í vinnu við að finna út úr því hvernig og í hvaða röð við eigum að gera þetta hér á landi,“ segir Óskar. Bólusetning dálítið eins og líkamsrækt Þáttastjórnendur bentu á að það sé ákveðinn hópur fólks sem ekki trúi bólusetningar og sem vill ef til vill ekki bólusetja börnin sín. Óskar segir að almennt séð séu Íslendingar mjög jákvæðir í garð bólusetninga. „Við erum með þeim allra duglegustu að taka bólusetningar og ég held að það sé bara gáfumerki að við skiljum það hversu mikilvægt það er að bólusetja sig bara gegn sjúkdómum yfirleitt. Við áttum okkur á því til dæmis að þegar að við erum að bólusetja, þá erum við að fá inn í okkur einhvers konar álag og við erum í raun og veru svolítið að æfa okkur. Við getum alveg orðið svolítið þreytt á eftir. Það er sprautað inn í okkur einhverju efni sem líkist veirunni, líkaminn fer í gang alveg á fullu að æfa sig og svo næst þegar að veiran kemur þá erum við í þjálfun. Þetta er alveg eins og holl líkamsrækt. Við verðum ánægð að verða svolítið þreytt eftir ræktina og við verðum líka ánægð þótt við finnum aðeins fyrir roða í húðinni eða kannski aðeins þreytt, það er bara merki um að við erum í góðri æfingu,“ segir Óskar. Ekki er endilega nauðsynlegt að bólusetja alla þjóðina en Óskar segir þó að ákjósanlegast sé að bólusetja sem flesta. Talað hefur verið um að að minnsta kosti 60% þurfi að vera með mótefni til að hægt sé að tala um svokallað hjarðónæmi. „Af þessu bóluefni er reiknað með tveimur bólusetningum, að maður þurfi að fara tvisvar sinnum og tvær vikur á milli. En það eru ekki öll bóluefni alveg eins hvað þetta varðar,“ segir Óskar. „Það má segja það að það er mjög sjaldan sem að sýkingar ná sér á strik ef að manni tekst að bólusetja mjög stóran hóp. Þótt oft hafi verið talað um 60% segir Óskar að það sé yfirleitt hærra hlutfall sem þurfi til. „Ég veit til dæmis að það eru mörg fyrirtæki sem telja sig sleppa vel ef þau ná að bólusetja 80%, ef þú værir til dæmis að bólusetja við inflúensu, þó það sé 20% í fyrirtækinu sem ekki láta bólusetja sig þá sleppur fyrirtækið ágætlega. En þetta eru erlendar, amerískar tölur. En yfirleitt viljum við auðvitað bólusetja sem allra allra flesta og í ungbarnabólusetningu stefnum við alltaf á 95%,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Hægt væri að bólusetja alla þjóðina á aðeins örfáum dögum að sögn Óskars Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. Heilsugæslan er byrjuð að huga að undirbúningi bólusetninga hér á landi við covid-19 eftir að jákvæðar fréttir bárust af þróun bóluefnis. „Við erum að skipuleggja þetta og við erum strax farin hugsa málið því að þetta er mjög spennandi og mikil gleði að sjá hvað þetta bóluefni virðist vera gott, eins og náttúrlega langflest bóluefni eru, og það er frábært. Og miðað við það að við erum að detta svona vel niður í tíðni núna þá er alveg möguleiki á að við séum bara að ná þessu, þetta eru ekki nema nokkrar vikur,“ sagði Óskar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mikið álag hafi verið á heilsugæslunni undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins líkt og á öðrum heilbrigðisstofnunum og því sé ánægjulegt að geta einnig farið að huga að því að bregðast við jákvæðum fréttum af bóluefni. „Það er okkar von að þetta séu mjög góðar fréttir.“ Spurður hversu langan tíma það geti tekið að bólusetja alla Íslensku þjóðina segir Óskar það vera gerlegt á tiltölulega skömmum tíma. „Við værum ekki lengi að því vegna þess að það er hægt að skipuleggja þetta með ýmsum hætti. Við getum þess vegna sett allt okkar starfsfólk bara á einum laugardegi á einhvern einn stað eða á tuttugu staði á höfuðborgarsvæðinu ef að við værum að taka það fyrir og þá erum við nú ekki lengi að þessu. Þetta fer aðallega eftir því hvað við fáum efnið fljótt. Það eru meiri líkur á að við fáum þetta í smáskömmtum og við byrjum á að velja úr ákveðna hópa og svo færum okkur áfram eftir áhættunni,“ segir Óskar. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær fólk sem ekki starfar í framlínu eða er í áhættuhópi muni geta fengið bólusetningu. „Ef að bóluefni kemur um áramótin eða fljótlega eftir áramótin, það eina sem stýrir þessu er bara hversu hratt við fáum bóluefnið. Ef við fáum alla skammtana í einu þá erum við bara nokkra daga að þessu. Við getum alveg gert þetta á nokkrum dögum því að við tökum bara frá tíma í þetta og gerum þetta,“ segir Óskar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út ráðgefandi leiðbeiningar um hvernig æskilegt er að mati stofnunarinnar að forgangsraða þjóðfélagshópum í bólusetningu. Það er í höndum sóttvarnalæknis að gera tillögur að því hvernig því verður háttað hér á landi. „Hann er kominn með fólk í vinnu við að finna út úr því hvernig og í hvaða röð við eigum að gera þetta hér á landi,“ segir Óskar. Bólusetning dálítið eins og líkamsrækt Þáttastjórnendur bentu á að það sé ákveðinn hópur fólks sem ekki trúi bólusetningar og sem vill ef til vill ekki bólusetja börnin sín. Óskar segir að almennt séð séu Íslendingar mjög jákvæðir í garð bólusetninga. „Við erum með þeim allra duglegustu að taka bólusetningar og ég held að það sé bara gáfumerki að við skiljum það hversu mikilvægt það er að bólusetja sig bara gegn sjúkdómum yfirleitt. Við áttum okkur á því til dæmis að þegar að við erum að bólusetja, þá erum við að fá inn í okkur einhvers konar álag og við erum í raun og veru svolítið að æfa okkur. Við getum alveg orðið svolítið þreytt á eftir. Það er sprautað inn í okkur einhverju efni sem líkist veirunni, líkaminn fer í gang alveg á fullu að æfa sig og svo næst þegar að veiran kemur þá erum við í þjálfun. Þetta er alveg eins og holl líkamsrækt. Við verðum ánægð að verða svolítið þreytt eftir ræktina og við verðum líka ánægð þótt við finnum aðeins fyrir roða í húðinni eða kannski aðeins þreytt, það er bara merki um að við erum í góðri æfingu,“ segir Óskar. Ekki er endilega nauðsynlegt að bólusetja alla þjóðina en Óskar segir þó að ákjósanlegast sé að bólusetja sem flesta. Talað hefur verið um að að minnsta kosti 60% þurfi að vera með mótefni til að hægt sé að tala um svokallað hjarðónæmi. „Af þessu bóluefni er reiknað með tveimur bólusetningum, að maður þurfi að fara tvisvar sinnum og tvær vikur á milli. En það eru ekki öll bóluefni alveg eins hvað þetta varðar,“ segir Óskar. „Það má segja það að það er mjög sjaldan sem að sýkingar ná sér á strik ef að manni tekst að bólusetja mjög stóran hóp. Þótt oft hafi verið talað um 60% segir Óskar að það sé yfirleitt hærra hlutfall sem þurfi til. „Ég veit til dæmis að það eru mörg fyrirtæki sem telja sig sleppa vel ef þau ná að bólusetja 80%, ef þú værir til dæmis að bólusetja við inflúensu, þó það sé 20% í fyrirtækinu sem ekki láta bólusetja sig þá sleppur fyrirtækið ágætlega. En þetta eru erlendar, amerískar tölur. En yfirleitt viljum við auðvitað bólusetja sem allra allra flesta og í ungbarnabólusetningu stefnum við alltaf á 95%,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira