Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 15:34 Afar fá próf verða þreytt á staðnum í ár, samanborið við fyrri ár. Vísir/Vilhelm „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira