Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 11:25 Gurbanguly Berdymukhamedov gaf Vladimír Pútín, forseta Rússlands, þennan hund á fundi þeirra árið 2017. EPA/MAXIM SHEMETOV Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa. Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. Styttan var reist í nýju hverfi í Ashgabat, höfuðborg landsins, og komið fyrir á stóru hringtorgi í hverfinu. Styttan stendur á palli sem þakinn er skjám sem sýna myndefni af hundategundinni. Um er að ræða svokallaða Alabai hunda en Berdymukhamedov er mikill aðdáandi þeirra og hefur hann meðal annars skrifað bók um tegundina og jafnvel ljóð sem varð svo að lagi. Í frétt ríkismiðils Túrkmenistan segir að tilgangur styttunnar og minnisvarðans í heild sé að votta „þessum dásamlegu dýrum“ virðingu. Styttan sjálf er sex metra há og er sögð standa á níu metra háum palli, samkvæmt áðurnefndri frétt. Þar segir þó einnig að minnisvarðinn sé ellefu metra hár og á 36 metra palli. Hér að neðan má sjá myndefni úr frétt Ríkissjónvarps Túrkmenistan í gær sem fjallaði um opnun hverfisins og þar á meðal um styttuna umræddu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í fyrra hefur Berdymukhamedov lengi hyllt Alabai hundana og notað þá í viðleitni hans til að byggja þjóðarstolt. Hann hefur gefið öðrum þjóðarleiðtogum hvolpa og þeirra á meðal er Valdimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Frægasta hláturskast Íslandssögunnar Berdymukhamedov hefur einnig skrifað ljóð og bók um hesta Túrkmenistan en ást hans á hestum hefur verið vel skrásett í gegnum tíðina og þá sérstaklega af grínistanum John Oliver í þætti hans Last Week Tonight í fyrra. Hann hefur þar að auki gefið út lag með barnabarni sínu sem fjallar um hesta Túrkmenistan. Hér er svo enn meira myndefni af Berdymukhamedov með hundum. Þar má meðal annars sjá einræðisherrann gefa hermönnum Alabai hvolpa.
Túrkmenistan Dýr Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10