Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 10:08 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi í morgun. AP/Lukas Coch Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka. Ástralía Afganistan Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka.
Ástralía Afganistan Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira