Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 16:04 Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Getty/Paras Griffin Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu. Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu. NEW: Georgia Sec. of State Raffensperger says the state will conduct a full, by hand recount in each county ; Biden currently leads by 14,111 votes. We have all worked hard to bring fair and accurate counts to assure that the will of the voters is reflected in the final count pic.twitter.com/SpijySCiuE— NBC News (@NBCNews) November 11, 2020 Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi. Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu. Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu. Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu. NEW: Georgia Sec. of State Raffensperger says the state will conduct a full, by hand recount in each county ; Biden currently leads by 14,111 votes. We have all worked hard to bring fair and accurate counts to assure that the will of the voters is reflected in the final count pic.twitter.com/SpijySCiuE— NBC News (@NBCNews) November 11, 2020 Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi. Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu. Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00