Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 16:04 Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu. Getty/Paras Griffin Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu. Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu. NEW: Georgia Sec. of State Raffensperger says the state will conduct a full, by hand recount in each county ; Biden currently leads by 14,111 votes. We have all worked hard to bring fair and accurate counts to assure that the will of the voters is reflected in the final count pic.twitter.com/SpijySCiuE— NBC News (@NBCNews) November 11, 2020 Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi. Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu. Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu. Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu. NEW: Georgia Sec. of State Raffensperger says the state will conduct a full, by hand recount in each county ; Biden currently leads by 14,111 votes. We have all worked hard to bring fair and accurate counts to assure that the will of the voters is reflected in the final count pic.twitter.com/SpijySCiuE— NBC News (@NBCNews) November 11, 2020 Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi. Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu. Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17 Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. 10. nóvember 2020 19:17
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00