„Ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Arnar Þór Viðarsson segir að framundan séu tveir úrslitaleikir hjá U-21 árs landsliðinu. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38