„Ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Arnar Þór Viðarsson segir að framundan séu tveir úrslitaleikir hjá U-21 árs landsliðinu. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38