„Ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Arnar Þór Viðarsson segir að framundan séu tveir úrslitaleikir hjá U-21 árs landsliðinu. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Sjá meira
Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38