Fótbolti

Landsliðsþjálfari Dana og átta leikmenn í einangrun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robert Skov greindist með kórónuveiruna og verður ekki með gegn Íslandi á sunnudaginn.
Robert Skov greindist með kórónuveiruna og verður ekki með gegn Íslandi á sunnudaginn. Getty/ Lars Ronbog

Danski landsliðsmaðurinn Robert Skov greindist með kórónuveiruna í gær. Sömu sögu er að segja af einum starfsmanni danska landsliðsins. Ísland og Danmörk eiga að mætast í Þjóðadeildinni sunnudaginn 15. nóvember.

Ákveðið hefur verið að þjálfari danska landsliðsins, Kasper Hjulmand, og aðstoðarþjálfarinn Morten Wieghorst fari í einangrun sem og átta leikmenn landsliðsins: Frederik Rønnow, Yussuf Poulsen, Rasmus Falk Jensen, Pione Sisto, Anders Dreyer, Erik Sviatchenko, Alexander Scholz og Martin Braithwaite.

Ljóst er að þeir taka ekki þátt í vináttulandsleik Danmerkur og Svíþjóðar annað kvöld.

Ekki er þó loku fyrir það skotið að þeir geti tekið þátt í leikjunum gegn Íslandi 15. nóvember og Belgíu 18. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×