„Ég er að koma“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 07:30 Dominik Szoboszlai, fyrir miðju, missti af síðustu landsleikjum Ungverjalands vegna meints kórónuveirusmits í herbúðum Red Bull Salzburg. Getty/Roland Krivec Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ungverjar glöddust í gærkvöld þegar ljóst varð að ungstirnið Dominik Szoboszlai gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Íslandi í úrslitaleiknum um sæti á EM í fótbolta á fimmtudagskvöld. Szoboszlai var settur í sóttkví líkt og aðrir leikmenn Red Bull Salzburg í Austurríki, eftir að sex af átta landsliðsmönnum í herbúðum félagsins greindust með kórónuveiruna um helgina. Þessi niðurstaða úr skimun mun hafa komið forráðamönnum Salzburg á óvart þar sem að ekkert smit hafði greinst í skimun á föstudagsmorgun. Allir voru teknir í aðra skimun í gær og seint í gærkvöldi kom niðurstaða úr henni, þar sem sýni allra leikmanna reyndust neikvæð. Samkvæmt yfirlýsingu Red Bull Salzburg ætlar félagið nú að skoða hvers vegna þessi mikli munur var á niðurstöðum skimunar. Félagið kvaðst ætla að bregðast strax við og hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni. Ungverska knattspyrnusambandið staðfesti á Twitter-síðu sinni að Szoboszlai gæti núna komið til móts við félaga sína í landsliðinu. Sjálfur skrifaði Szoboszlai einföld skilaboð til sinna fylgjenda á Instagram, undir myllumerkinu #FreeSzoboszlai: „Ég er að koma.“ Ekki seinna vænna þar sem leikurinn við Ísland er eftir tvo daga. HES COMING HOME #FreeSzoboszlai pic.twitter.com/qeOuHo1LrL— Kris (@xtinap1) November 9, 2020 Szoboszlai hefur áður sagt að leikurinn við Ísland sé sá mikilvægasti á sínum ferli til þessa. Þessi tvítugi kant- og miðjumaður skoraði 9 mörk og lagði upp 14 í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu í haust. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59 5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
Ungstirnið í sóttkví fyrir úrslitaleikinn við Ísland Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur. 9. nóvember 2020 09:59
5 dagar í Ungverjaleik: Gulldrengurinn frá Székesfehérvár með þrumuskotin Dominik Szoboszlai er framtíðarstjarna ungverska landsliðsins sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. 7. nóvember 2020 10:00