Unga stjarnan í liði Ungverja, Dominik Szoboszlai, hefur sagst tilbúinn að labba frá Salzburg til Búdapest svo hann geti spilað við Ísland á fimmtudagskvöld. Hann er fastur í Salzburg sem stendur.
Í yfirlýsingu frá austurríska félaginu Red Bull Salzburg segir að engir af þeim landsliðsmönnum sem spili með liðinu fái um sinn að fara til að spila landsleiki.
— FC Red Bull Salzburg (@RedBullSalzburg) November 9, 2020
Um größtmögliche Klarheit zu erhalten, wird heute noch eine weitere Testung durchgeführt.
Die Spieler befinden sich bereits in Quarantäne, das Team in der vorgesehenen Mannschaftsquarantäne alle Länderspieleinladungen sind vorerst abgesagt.https://t.co/Gfc1C2u8Kj
Szoboszlai er einn af landsliðsmönnunum hjá Salzburg og helsta vonarstjarna Ungverja, eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um.
Sex leikmenn greindust með jákvætt sýni hjá Salzburg við skimun og eru allir leikmenn liðsins því komnir í sóttkví. Samkvæmt ungverska knattspyrnusambandinu verður staðan endurmetin eftir aðra skimun fyrir veirunni í dag.
Í síðasta mánuði neitaði Salzburg að hleypa leikmönnum í landsliðsverkefni vegna smits í leikmannahópnum. Szoboszlai missti því af undanúrslitaleiknum við Búlgaríu í EM-umspilinu. Þegar landsliðshópur Ungverja var svo tilkynntur í síðustu viku sagði þjálfari liðsins, Marco Rossi, að Szoboszlai ætlaði sér að labba til Búdapest ef það væri það sem þyrfti til að hann gæti mætt Íslendingum.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.