Erlent

Fyrirskipaði loftárásir í Tigray héraði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsætisráðherra Eþjópíu, Abiy Ahmed. 
Forsætisráðherra Eþjópíu, Abiy Ahmed.  Minasse Wondimu Hailu/Getty Images

Forsætisráðherra Eþíópíu fyrirskipaði í gær loftárásir í Tigray héraði og óttast margir að borgarastríð sé að brjótast út í þessu næstfjölmennasta ríki Afríku.

Abiy Ahmed forsætisráðherra segir að um löggæsluaðgerðir sé að ræða og hefur hann neitað að hefja viðræður við ráðandi öfl í Tigray héraði, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja.

Ættbálkurinn sem ræður ríkjum í Tigray stjórnaði í raun Eþíópíu fram til ársins 2018 þegar Abiy náði völdum. Abiy, sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir að semja um frið við nágrannaríkið Erítreu, hefur nú hafið sókn inn í Tigray og sakar ráðandi öfl þar um að hafa gert árásir á herstöðvar í héraðinu.

Fólk frá Tigray sakar forsætisráðherrann hins vegar um að brjóta á þeim mannréttindi en ráðherrann kemur úr Oromo ættbálknum, fjölmennasta ættbálki landsins. Nú óttast menn borgarastríð í landinu en Tigray menn eru vel vopnum búnir, auk þess útlit er fyrir að Tigray menn úr stjórnarhernum séu farnir að slást í lið með uppreisnarmönnum í héraðinu.


Tengdar fréttir

Súdan lokar landa­mærunum að Eþíópíu

Súdan hefur ákveðið að loka landamærum sínum að Eþíópíu að hluta vegna átaka þar í landi. Margir óttast að landið sé á barmi borgarastyrjaldar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×