Erlent

Smit komin yfir fimmtíu milljónir á heimsvísu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Læknar á Ítalíu veita þjónustu í gegnum bílrúður.
Læknar á Ítalíu veita þjónustu í gegnum bílrúður. AP/Alessandro Pone

Yfir fimmtíu milljón tilfelli af kórónuveirusmitum hafa greinst á heimsvísu samkvæmt talningu Bloomberg. Ekkert lát er á aukningu smita í Bandaríkjunum.

Samkvæmt talningu Bloomberg eru smitin á heimsvísu alls orðin 50,2 milljónir. Alls hafa 1,25 milljónir látist af völdum kórónuveirunnar samkvæmt sömu tölum. Í gær greindust rétt tæplega 510 þúsund tilfelli, þar af 126 þúsund í Bandaríkunum þar sem álíka fjöldi smita hefur nú greinst þrjá daga í röð.

Alls hafa tíu milljón smita greinst í Bandaríkjunum og þar létust yfir eitt þúsund manns í gær fimmta daginn í röð. Í Evrópu eru smitin orðin 12,1 milljón, flest í Frakklandi og Rússlandi eða um 1,7 milljónir. Í Evrópu hafa 293 þúsund látist af völdum veirunnar, flestir í Bretlandi eða um 50 þúsund.

Smit eru í vexti víða um heim en í gær greindist til að mynda metfjöldi með veiruna í Frakklandi, alls 60.486 en aldrei hafa áður greinst jafn margir með veiruna á einum sólarhring.


Tengdar fréttir

Rúm­lega 270 létust í gær í Frakk­landi vegna Co­vid

271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×