Innlent

Álag á lögreglumenn aukist mikið í faraldrinum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Álag á lögreglumenn hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum og sumir þeirra hafa þurft að fara allt að fjórum sinnum í sóttkví eftir afskipti af fólki sem virðir ekki sóttvarnarreglur.

Alls hafa 115 lögreglumenn farið í sóttkví og 23 í einangrun frá því í mars og sumir hafa þurft að fara oftar en einu sinni.

„Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir lögreglumann sem er að fara út í þessi verkefni að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort viðkomandi sé í sóttkví, eða að brjóta einangrun,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Miklar ráðstafanir séu gerðar, allt hólfað niður og lögreglumenn í sérstökum hlífðarfatnaði.

„Það er auðvitað íþyngjandi. Þetta er flókið. Það er til dæmis vont að eiga neikvæð samskipti í þessum hlífðarbúnaði vegna þess að hann er ekki byggður fyrir átök og erfiðar handtökur og þetta eru allt hlutir sem við höfum, sem lögreglumenn hafa þurft að leysa.“

Álagið hafi einnig aukist.

„Svo eru náttúrlega líka mörg af þessumverkefnum sem koma þar sem talið er að ferðamenn eða fólk sem er að koma til landsins virði ekki sóttkví. Það hringir alltaf einhverjum bjöllum þegar fólk vill ekki fara í skimun og segist ætla að virða sóttkví. Það hringir ákveðnum bjöllum hjá okkur vegna þess að það er oft þannig að það fólk ætlar ekki að virða sóttkví.“

Þá séu jaðarsettir hópar áhyggjuefni.

Jaðarsettu hóparnir sem voru ekki í fyrstu bylgjunni þeir duttu inn núna í þessari bylgju þrjú.  Við höfum verið að vinna með Rauða krossinum og Landspítala og fleirum með þann hóp og gengur bara vel.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×