Enski boltinn

„Versta ákvörðun í sögu fótboltans“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bamford var vel pirraður eftir að markið var dæmt af. Skiljanlega segja sumir.
Bamford var vel pirraður eftir að markið var dæmt af. Skiljanlega segja sumir. Naomi Baker/Getty Images

Internetið logaði í gær eftir leik Crystal Palace og Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Palace vann 4-1 sigur en fátt annað var rætt en markið sem var dæmt af Patrick Bamford.

Hinn 27 ára gamli framherji var dæmdur rangstæður eftir að hönd hans var fyrir innan. Eftir skoðun í VARsjánin þá ákvað dómari leiksins, í samráði við VAR-dómarann, að dæma markið af.

„Þetta er það sem versta sem ég hef séð. Þetta er versta ákvörðun í sögu fótboltans,“ sagði Robbie Savage, fyrrum miðjumaður í enska boltanum, er hann fjallaði um leikinn á BT Sport.

„Fáránlegt,“ skrifaði Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day á BBC, á Twitter-síðu sína og hélt áfram: „Þetta er önnur hrikalega VAR ákvörðun að dæma þetta af. Það er andstyggilegt hvernig VAR er notað.“

Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, tók í svipaðan streng í samtali við BBC Radio 5 LIVE:

„Ógeðsleg ákvörðun að dæma markið af. Hann er dæmdur rangstæður því hann er með langar hendur og er að benda hvert hann vilj ifá boltann. Þetta er ótrúlegt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×