Enski boltinn

Sauð á Solskjær í leikslok þrátt fyrir sigur: Tímasetningin til skammar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær vísir/Getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ómyrkur í máli í garð enska knattspyrnusambandsins eftir að hafa séð lið sitt leggja Everton að velli, 1-3, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þessi tímasetning á leiknum er út í hött og við vorum í raun dæmdir til að mistakast. Við erum búnir að spila fullt af leikjum á tímabilinu og vorum að spila í Tyrklandi á miðvikudag. Við komum til baka á fimmtudagsmorgni og spilum í hádegi á laugardag. Þetta er til skammar,“ sagði Solskjær og greindi frá því að líklega væru tveir leikmenn meiddir í kjölfarið.

„Strákarnir eiga betra skilið. Luke Shaw meiddist vegna þessa og gæti orðið lengi frá. Marcus Rashford er í óvissu líka.“

„Hver ber ábyrgð á þessu? Við erum búnir að fá nóg. Leikmennirnir eru að hrynja niður, andlega og líkamlega. Látið okkur spila á sunnudegi, það er hvort eð er að koma landsleikjahlé í kjölfarið. Þetta er djók,“ sagði Norðmaðurinn.

„Leikmennirnir voru frábærir. Þeir eiga allt hrósið skilið. Cavani er að verða betri og betri,“ sagði Solskjær einnig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×