Innlent

Drógu bíl upp úr Rauðavatni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bíllinn sést hér í vatninu síðdegis í dag.
Bíllinn sést hér í vatninu síðdegis í dag. Aðsend

Bíl var ekið út í Rauðavatn síðdegis í dag og dreginn á land nokkru síðar. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins. Sjónarvottur sem Vísir ræddi við kveðst hafa tilkynnt málið til lögreglu, sem komið hafi á staðinn en staldrað stutt við og atvikið því ekki virst alvarlegt.

Mynd af vettvangi sýnir bílinn, sem sjónarvottur segir jeppa af gerðinni Land Cruiser, talsverðan spöl úti í vatninu á sjötta tímanum. Ekki er vitað hvernig eða af hverju bíllinn hafnaði í vatninu.

Að lokum hafi tekist að ná bílnum upp úr vatninu en til þess hafi þurft tvo stóra jeppa. Þeir hafi verið þónokkra stund að athafna sig. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði ekki fengið veður af málinu á níunda tímanum.

Myndin fyrir ofan sést hér óklippt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×