Enski boltinn

Frændi eiganda Man. City að eignast enska félagið Derby County

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir hér við eignandann Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan  og stjórnarformanninn Khaldoon Al Mubarak.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir hér við eignandann Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan  og stjórnarformanninn Khaldoon Al Mubarak. Getty/Victoria Haydn

Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin.

Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans.

Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu.

Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard.

Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum.

Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday.

Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×