Telja líklegt að Trump bjóði sig fram 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt elsta syni sínum, Donald Trump Jr. Feðgarnir hafa báðir verið orðaðir við forsetaframboð árið 2024, sá eldri að því gefnu að hann tapi kosningunum nú. Vísir/getty Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41
Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“