Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden.
Það má með sanni segja að mikið hafi verið fjallað um Trump í fjölmiðlum og hafa komið upp allskyns óheppileg mál.
James Corden átti í raun erfitt með að ná að anda þegar hann fór hratt yfir sögu. Bretinn fór yfir helstu skandala Trump á síðustu fjórum árum.
Kjördagur var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn.
Enn er óljóst hver sigrar kapphlaupið að Hvíta húsinu; Donald Trump eða Joe Biden. Afar mjótt er á munum í nokkrum lykilríkjum en fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst Biden sigurvegara í tveimur mikilvægum sveifluríkjum, Michigan og Wisconsin. Sjálfur vill Trump að hætt verði að telja atkvæði enda hefur hann sjálfur sagst hafa unnið kosningarnar. Það mun ekki vera rétt.
STOP THE COUNT!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020
Hér að neðan má sjá yfirferð Corden.