Innlent

Tugir í sótt­kví eftir smit í skamm­tíma­vistun fyrir fatlaða á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Allir sem hafa verið í beinum samskiptum við starfsmanninn þurfa að fara í sóttkví .
Allir sem hafa verið í beinum samskiptum við starfsmanninn þurfa að fara í sóttkví . Vísir/Vilhelm

Starfsmaður í skammtíma- og frístundaþjónustu fyrir fatlaða á Akureyri hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi starfaði í Þórunnarstræti 99 og hefur starfsemi þar verið lögð af á meðan smitrakning fer fram.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Þar segir að af þessum sökum þurfi um eða yfir þrjátíu starfsmenn og notendur þjónustunnar að fara í sóttkví. Verður því Þórunnarstræti 99 lokað út þessa viku hið minnsta.

„Allir sem hafa verið í beinum samskiptum við starfsmanninn þurfa að fara í sóttkví og teygir smitrakning sig einnig í þjónustukjarna í Klettaborg, Kjarnagötu og Sporatúni og mun því hafa áhrif á starfið þar en vonast er til að þau verði óveruleg.

Stjórnendur í skammtímaþjónustu Akureyrarbæjar eru í nánu samstarfi við smitrakningarteymi um framhald málsins,“ segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×