Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 20:31 Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni á netinu hafa borist Barnaheillum á árinu. MYND/GETTY Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla. Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira