Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær. Sextán af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví , eða 61,5 prósent. Tíu þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, eða um 38,5 prósent.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Alls er 71 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Í gær voru 67 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu.
Sex smit greindist á landamærum. Þrjú virk smit og þrjú í seinni landamæraskimun.
905 manns eru nú í einangrun, samanborið við 927 í gær. Þá eru 2.023 í sóttkví í dag, samanborið við 1.867 í gær.
Af þeim 26 sem greindust innanlands í gær greindust 26 eftir að tekin voru svokölluð einkennasýni.
Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 198,0 en var 202,3 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 23,5, en var 25,6 í gær.
Nú hafa 4.890 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Á síðunni segir ennfremur að af þeim veikst hafa af Covid-19 eru sextán nú látnir.
Alls voru tekin 751 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 456 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru 64 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun.
Fréttin hefur verið uppfærð.