Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 09:00 Albert Gudmundsson fagnar einu marka sinna sem liðsfélaga sínum Owen Wijndal í leik AZ Alkmaar og RKC Waalwijk um helgina. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54