Sara Björk og Berglind Björg á skotskónum í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 22:00 Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt fimm marka Lyon í kvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira