Fótbolti

Gna­bry skoraði í endur­komunni | Hum­mels ó­vænt hetja Dort­mund

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hummels var hetja Dortmund í dag.
Hummels var hetja Dortmund í dag. Martin Rose/Getty Images

Bayern München og Borussia Dortmund eru jöfn á topp þýsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki sína í dag. RB Leipzig gæti þó náð toppsætinu að nýju síðar í dag. Bayern vann Köln 2-1 á meðan Dortmund vann Bielefeld 2-0.

Serge Gnabry skoraði annað mark Bayern Munchen í 2-1 sigri liðsins á FC Köln í dag. Aðeins sex dagar eru síðan Gnabry var hleypt úr einangrun eftir að greinast með kórónuveiruna.

Thomas Müller hafði komið Þýskalands- og Evrópumeisturum Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu er liðið heimsótti Köln. Gnabry sá til þess að Bæjarar voru 2-0 yfir í hálfleik en hann skoraði með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks.

Daminick Drexler minnkaði muninn í síðari hálfleik en nær komust heimamenn ekki og lokatölur því 2-1 Bayern í vil.

Biorussia Dortmund vann einnig sinn leik en liðið mætti Armenia Bielefeld á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það miðvörðurinn Mats Hummels sem þandi netmöskvana tvívegis í síðari hálfleik og Dortmund vann leikinn því 2-0.

Hummels virtist hins vegar togna í læri undir lok leiks og haltraði út af þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. 

Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Werder Bremen 1-1 jafntefli.

Sigur Bayern og Dortmund þýðir að bæði lið fara upp fyrir RB Leipzig í töflunni. Þau eru bæði með 15 stig eftir sex leiki en Leipzig eiga vissulega leik til góða og geta með sigri þar farið upp í 16 stig.


Tengdar fréttir

Al­freð kom af bekknum og breytti leiknum

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekk Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag og lagði upp annað mark liðsins í 3-1 sigir á Mainz 05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×