200 smit rakin beint eða óbeint til Landakots Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36
56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37