Fótbolti

Ronaldo loksins laus við kórónuveiruna

Ísak Hallmundarson skrifar
Ronaldo er orðinn frjáls maður.
Ronaldo er orðinn frjáls maður. getty/Thananuwat Srirasant

Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður seinni tíma og leikmaður Juventus, fékk loksins neikvætt veirupróf eftir þriggja vikna bið. 

Ronaldo hefur verið í einangrun síðustu þrjár vikur og misst af fjórum leikjum með Ítalíumeisturunum, þar á meðal leik gegn Lionel Messi og Barcelona í Meistaradeildinni, en hann var einkennalaus allan þennan tíma.

Næsti leikur Juventus er á morgun gegn nýliðum Spezia en það er spurning hvort Ronaldo fari beint inn í liðið fyrir þann leik. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.