Erlent

Met­fjöldi skráðra smita í Pól­landi fjórða daginn í röð

Atli Ísleifsson skrifar
Ástandið hefur versnað mikið í Póllandi síðustu daga.
Ástandið hefur versnað mikið í Póllandi síðustu daga. Getty

Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu.

Alls hafa um 340 þúsund manns greinst með smit í Póllandi frá upphafi faraldursins, og af þeim eru 200 þúsund enn skráð sem „virk smit“.

Þessu til viðbótar var tilkynnt um 202 ný dauðsföll sem rakin hafa verið til Covid-19, sem þó er þriðjungi minni en í daginn áður. Það sem af er faraldrinum hafa 5.351 dauðsföll í Póllandi verið rakin til Covid-19.

Álag á heilbrigðiskerfi landsins hefur stóraukist síðustu daga og vikur og er nú svo komið að 1.250 manns eru í öndundarvél. Er um að ræða um 70 prósent af þeim fjölda sem heilbrigðiskerfið á að ráða við.

Pólsk stjórnvöld hafa hert samkomutakmarkanir síðustu dagana. Þannig hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka og þá skulu samkomur miðast við fimm að hámarki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×