Leggja niður rannsókn á foreldrum barnanna í Ystad Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 10:22 Ystad er að finna á suðurströnd Svíþjóðar. Fjölskyldan bjó rétt fyrir utan bæinn. Getty Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar. Svíþjóð Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar.
Svíþjóð Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira