Íslenski boltinn

Stjörnumenn fengu glaðning á 60 ára afmæli félagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Laxdal hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna.
Daníel Laxdal hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. vísir/hag

Stjarnan fagnar 60 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni dagsins tilkynntu Stjörnumenn að Daníel Laxdal hefði skrifað undir nýjan samning við félagið.

Daníel er leikjahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild og hefur verið eins konar andlit félagsins síðustu ár.

Hann hefur leikið með Stjörnunni allan sinn feril og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014 og bikarmeistari 2018.

Stjarnan tilkynnti um nýja samninginn hans Daníels með flottu myndbandi sem birtist á Facebook-síðu félagsins í dag. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Daníel, sem er 34 ára, hefur leikið 236 leiki með Stjörnunni í efstu deild og skorað níu mörk. Í sumar hefur hann leikið sextán af sautján leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni og skorað tvö mörk.

Stjarnan er í 4. sæti deildarinnar með 31 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.