Innlent

Hjálmar hyggst hætta sem formaður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjálmar Jónsson hefur verið formaður Blaðamannafélags Íslands í áratug.
Hjálmar Jónsson hefur verið formaður Blaðamannafélags Íslands í áratug. Vísir/vilhelm

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hyggst ekki bjóða sig fram til formanns á ný á aðalfundi félagsins á næsta ári. Hjálmar greindi frá þessu á aðalfundi BÍ á Grand hóteli í gærkvöldi.

Hjálmar sagði í ræðu sinni að kominn væri tími á að ný kynslóð tæki við félaginu.

Hjálmar hefur verið formaður BÍ síðan árið 2010 og var þar áður framkvæmdastjóri félagsins. Undanfarinn áratug hefur formaðurinn jafnframt gegnt starfi framkvæmdastjóra.

Aðalfundur BÍ fór fram á Grand hóteli í gærkvöldi. Upphaflega átti að halda fundinn 30. apríl síðastliðinn en honum var frestað vegna kórónuveirunnar og þeirrar röskunar á þjóðlífinu sem varð af hennar völdum.

Árið 2019 var róstusamt í kjaramálum blaðamanna. Boðað var til verkfallsaðgerða í lok árs í fyrsta sinn í 41 ár. Greidd voru atkvæði um kjarasamning sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram í lok nóvember og hann kolfelldur. Nýr kjarasamningur var loks undirritaður í mars síðastliðnum og hann samþykktur skömmu síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×