Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:31 Albert Guðmundsson fagnar öðru marka sinna fyrir AZ Alkmaar á móti Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Getty/Ed van de Pol Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira