Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:31 Albert Guðmundsson fagnar öðru marka sinna fyrir AZ Alkmaar á móti Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Getty/Ed van de Pol Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu