Skotin fljúga á milli verðlaunablaðamanns og ritstjóra hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 20:25 Glenn Greenwald er heimsþekktur blaðamaður. Getty/Hannah Peters Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39