Erlent

Allsherjar útgöngubann í Fíladelfíu í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hörð mótmæli hafa verið í Fíladelfíu í vikunni eftir að lögreglumenn skutu Walter Wallace til bana. 
Hörð mótmæli hafa verið í Fíladelfíu í vikunni eftir að lögreglumenn skutu Walter Wallace til bana.  Mark Makela/Getty Images

Íbúum bandarísku stórborgarinnar Fíladelfíu var öllum með tölu bannað að fara út fyrir hússins dyr í gærkvöldi og í nótt. Útgöngubanninu var komið á vegna mikilla mótmæla sem verið hafa í borginni síðan á mánudag þegar Walter Wallace, tuttugu og sjö ára gamall blökkumaður var skotinn til bana af lögreglumönnum í borginni.

Wallace hafði neitað að láta hníf af hendi en fjölskylda hans segir hann hafa verið í taugaáfalli þegar lögreglu bar að garði.

Hann var síðan skotinn sjö sinnum af tveimur lögreglumönnum. Í kjölfarið brutust út mótmæli sem leiddu sumstaðar til óeirða í borginni og voru 172 mótmælendur handteknir og tugir lögreglumanna særðust í átökunum.

Því var ákveðið að grípa til algjörs útgöngubanns í nótt og virðist það hafa haft sitt að segja, því fjöldamótmælum sem halda átti í miðborginni var aflýst og fáir á ferli í borginni.

Ríkisstjóri Pennsylvaníu, demókratinn Tom Wolf, segist hafa kallað út Þjóðvarðliðið til aðstoðar lögreglu og er von á hermönnum til borgarinnar á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.