„Kerfið er ekki að virka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 19:20 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“ Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“
Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira