Erlent

Hani banaði lög­reglu­manni á Filipps­eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Hanaat er vinsælt á Filippseyjum þar sem margir koma jafnan saman til að veðja á niðurstöðu slagsmála hananna.
Hanaat er vinsælt á Filippseyjum þar sem margir koma jafnan saman til að veðja á niðurstöðu slagsmála hananna. Getty

Lögreglumaður á Filippseyjum er látinn eftir að hani, sem þjálfaður hafði verið upp til að stunda hanaat, réðst á hann við húsleit lögreglu á ólöglegum hanaatsstað í héraðinu Norður-Samar.

BBC segir frá því að lögreglumaðurinn hafi verið stunginn með stálblaði sem fest er á fót hana sem notaðir eru í hanaati. Var hann stunginn í lærið, hæfði slagæð, sem varð til þess að lögreglumanninum blæddi út.

Lögreglumaðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Hanaat hefur verið bannað á Filippseyjum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Undir venjulegum kringumstæðum er hanaat heimilað á ákveðnum tímum en starfsemin er leyfisskyld.

Lögreglustjórinn Arnel Apud segir slysið „óheppilegt“ sem ekki sé hægt að skýra með fullu.

Alls voru þrír handteknir í tengslum við málið, en þriggja manna er enn leitað.

Hanaat er vinsælt á Filippseyjum þar sem margir koma jafnan saman til að veðja á niðurstöðu slagsmála hananna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×