Erlent

Átök milli lögreglu og mótmælenda á götum Fíladelfíu

Gunnar Reynir Valþórsson og Telma Tómasson skrifa
Fólkið hefur hópast á götur Fíladelfíu vegna morðsins á Walter Wallace í byrjun vikunnar. 
Fólkið hefur hópast á götur Fíladelfíu vegna morðsins á Walter Wallace í byrjun vikunnar.  Mark Makela/Getty Images

Enn hefur risið upp mótmælaalda gegn lögreglunni í Bandaríkjunum, nú í borginni Fíladelfíu þar sem Walter Wallace, 27 ára þeldökkur maður, lést af skotsárum á mánudag. Mótmælin hafa nú staðið tvær nætur í röð. 

Fjölskylda mannsins hafði hringt eftir aðstoð lögreglu og tjáði eiginkona Wallace lögreglumönnunum sem mættu á svæðið að hann hefði verið greindur með geðhvörf. Lögreglumennirnir sem sinntu útkallinu skutu Wallace skömmu síðar sjö skotum hvor um sig þegar hann neitaði að láta hníf af hendi.

Í kjölfarið mótmælti fólk í borginni lögregluaðerðum og talið er að um 300 manns hafi verið á götum úti á mánudagskvöld, fjöldi braust inn í verslanir og eldar voru kveiktir. Í gær talaði lögregla um að þúsund hið minnsta hefðu tekið þátt í mótmælunum. 

Lögreglan notaði piparúða og barefli gegn fólkinu, en 91 var handtekinn í aðgerðum hennar á mánudagskvöld og um þrjátíu lögreglumenn eru sagðir hafa særst. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.