Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:00 Fabinho situr í grasinu eftir að hann tognaði aftan í læri í leiknum á móti Midtjylland í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Michael Regan Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira