Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2020 23:25 Frá Clinique CHC MontLégia-spítala í Liège. Vincent Kalut / Photonews via Getty Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. Smituðum hefur fjölgað hratt í borginni síðustu daga og spítalainnlögnum sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að um fjórðungur heilbrigðisstarfsmanna í borginni sé nú frá vinnu með Covid-19. Tíu spítalar hafa óskað eftir því við starfsfólk sitt sem hefur greinst jákvætt af kórónuveirunni að það haldi áfram störfum, þrátt fyrir veikindin. Forystumaður samtaka belgískra heilbrigðisstéttarfélaga, Dr. Philippe Devos, segir þá að starfsfólkið geti ekki annað en reynt að vinna áfram, ef koma eigi í veg fyrir algjört hrun heilbrigðiskerfis borgarinnar á næstu dögum. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir hættunni sem fyrir hendi er, að starfsfólk gæti borið veiruna í annars ósmitaða sjúklinga inni á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. Á síðustu dögum hefur einn af hverjum þremur sem farið hefur í sýnatöku greinst með kórónuveiruna. Verið er að flytja sjúklinga til annarra borga og öllum skurðaðgerðum sem ekki teljast nauðsynlegar hefur verið slegið á frest. Vika er síðan Frank Vandenbroucke, heilbrigðisráðherra Belgíu, sagði að landið væri á barmi „flóðbylgju sýkinga,“ þar sem stjórnvöld myndu ekki lengur geta haft hemil á faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Hríðversnandi staða í Evrópu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni og hertar takmarkanir voru kynntar á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. 26. október 2020 15:39 Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. Smituðum hefur fjölgað hratt í borginni síðustu daga og spítalainnlögnum sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að um fjórðungur heilbrigðisstarfsmanna í borginni sé nú frá vinnu með Covid-19. Tíu spítalar hafa óskað eftir því við starfsfólk sitt sem hefur greinst jákvætt af kórónuveirunni að það haldi áfram störfum, þrátt fyrir veikindin. Forystumaður samtaka belgískra heilbrigðisstéttarfélaga, Dr. Philippe Devos, segir þá að starfsfólkið geti ekki annað en reynt að vinna áfram, ef koma eigi í veg fyrir algjört hrun heilbrigðiskerfis borgarinnar á næstu dögum. Hann kveðst þó gera sér grein fyrir hættunni sem fyrir hendi er, að starfsfólk gæti borið veiruna í annars ósmitaða sjúklinga inni á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. Á síðustu dögum hefur einn af hverjum þremur sem farið hefur í sýnatöku greinst með kórónuveiruna. Verið er að flytja sjúklinga til annarra borga og öllum skurðaðgerðum sem ekki teljast nauðsynlegar hefur verið slegið á frest. Vika er síðan Frank Vandenbroucke, heilbrigðisráðherra Belgíu, sagði að landið væri á barmi „flóðbylgju sýkinga,“ þar sem stjórnvöld myndu ekki lengur geta haft hemil á faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Hríðversnandi staða í Evrópu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni og hertar takmarkanir voru kynntar á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. 26. október 2020 15:39 Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Hríðversnandi staða í Evrópu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni og hertar takmarkanir voru kynntar á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. 26. október 2020 15:39
Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50