Erlent

Fimmtungur þingmanna hefur fengið Covid-19

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fundi Vladimir Pútíns og Víatéslav Volodín, forseta og forseta Dúmunnar.
Frá fundi Vladimir Pútíns og Víatéslav Volodín, forseta og forseta Dúmunnar. Forsetaembætti Rússlands

Rúmlega fimmtungur rússneskra þingmanna hefur veikst eða er veikur af Covid-19. Þetta kom fram á fundi Víatéslav Volodín, forseta Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem forsetaembættið sagði frá í morgun. Nýsmituðum hefur fjölgað verulega í Rússlandi á undanförnum vikum og í dag var tilkynnt að 17.347 hefðu greinst smitaðir af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, í gær.

Sú tala hefur aldrei verið hærri.

Í heildina hafa 1.531.224 smitast, samkvæmt opinberum tölum, og 26.269 dáið.

Alls eru 38 þingmenn á sjúkrahúsi núna. Einn þeirra er á gjörgæslu og einn hefur dáið. Hann hét Vakha Agajev og var 67 ára gamall. Í heildina hefur 91 þingmaður veikst af Covid-19 í Rússlandi.

450 þingmenn sitja í Dúmunni og var gripið til sóttvarnaraðgerða þar í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Moscow Times, eftir að á annan tug þingmanna greindust smitaðir. Volodín bað þá þingmenn sem þykja hvað viðkvæmastir að vinna að heiman.

Minnst einn þingmaður hefur smitast þrátt fyrir að hafa fengið Sputnik-bóluefnið rússneska. Sá telur að hann hafi fengið lyfleysu.

Volodín sagði að þrátt fyrir þessi smit og sóttvarnaraðgerðir væri

Persónulegur fundur þeirra Pútín og Volodín hefur vakið athygli og þá sérstaklega fyrir þær sakir að Volodín hafði ekki sést á þingi í um tvær vikur. Þykir það styðja við fréttir um að Pútín, sem hefur einangrað sig fyrir utan Moskvu og takmarkað fundi sína með öðrum, hafi gert öllum sem hitti hann að fara í tveggja vikna sóttkví áður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.