Enski boltinn

Minnast fyrrverandi leikmanns City sem lést aðeins sautján ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City greindi frá andláti fyrrverandi leikmanns unglingaliðs félagsins í gær.
Manchester City greindi frá andláti fyrrverandi leikmanns unglingaliðs félagsins í gær. getty/Catherine Ivill

Raheem Sterling og Aymeric Laporte, leikmenn Manchester City, minntust Jeremys Wisten, fyrrverandi leikmanns unglingaliðs City, sem lést aðeins sautján ára.

City greindi frá andláti Wistens á Twitter í gær. „Manchester City fjölskyldan er í sárum eftir að hafa frétt af andláti fyrrverandi leikmanns unglingaliðsins, Jeremy Wisten. Við sendum fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við hugsum til þeirra á þessum erfiðu tímum.“

Sterling og Laporte voru meðal þeirra sem minntust Wistens á samfélagsmiðlum í gær eins og sjá má hér fyrir neðan.

Wisten, sem var fæddur í Malaví en fluttist ungur til Englands, samdi við City 2016 og þótti efnilegur miðvörður.

Búið að setja upp söfnun á GoFundMe fyrir fjölskyldu Wistens.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.