Innlent

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hægt verður að fylgjast með opnun gangnanna í beinni útsendingu.
Hægt verður að fylgjast með opnun gangnanna í beinni útsendingu. G. PÉTUR MATTHÍASSON

Dýrafjarðargöng voru opnuð klukkan 14:00 í dag. Vegna samkomutakmarkana var opnunin með óhefðbundnum hætti. Göngin leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta leiðina á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða um 26 kílómetra.

Myndarleg röð við opnunina.G. PÉTUR MATTÍASSON

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar, fluttu ávörp í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík sem var útvarpað í bíla sem biðu eftir að keyra í gegnum göngin. Að ræðunum loknum bað ráðherra vakstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slám við gangnamunnana og opna þannig göngin fyrir umferð.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar, fluttu ávörp í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík sem var útvarpað í bíla sem biðu eftir að keyra í gegnum göngin.G. PÉTUR MATTHÍASSON

Hér að neðan má fylgjast með beinu streymi frá opnun ganganna.

Vestfirðingum bauðst að safnast saman í bílum sínum við báða munna ganganna og fá þannig tækifæri til að aka í gegnum göngin um leið og þau voru opnuð. Börnin á Þingeyri óku fyrst í gegn Dýrafjarðarmegin, ásamt Gunnari Gísla, en hann hefur mokað Hrafnseyrarheiði í 46 ár, eða frá árinu 1974.

Nánari upplýsingar um göngin má nálgast á vef Vegagerðarinnar.

Uppfært klukkan 14:26: Útsendingunni er lokið.

Ávörp voru flutt í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík sem var útvarpað í bíla sem biðu eftir að keyra í gegnum gönginG. PÉTUR MATTHÍASSON


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.