Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 11:47 Skipverjarnir fóru í sýnatöku síðastliðinn þriðjudag. Vísir/Hafþór Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38