Innlent

Sjáðu norður­ljósa­dýrðina í Fljóts­hlíðinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Norðurljósin yfir Fljótshlíðinni í kvöld.
Norðurljósin yfir Fljótshlíðinni í kvöld. Helgi Kristófersson

Mikil norðurljósadýrð er í Fljótshlíðinni í kvöld en heiðskírt er yfir hlíðinni og sést því vel í ljósadýrðina.

Dálítil norðurljósavirkni er í kvöld samkvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands en skýjað er víðast hvar á landinu, nema á Suðvesturlandi og mega íbúar á svæðinu því búast við að sjá glitta í norðurljós.

Norðurljósadýrðin er mikil í kvöld.Helgi Kristófersson

Íbúi í Fljótshlíð tók myndir af norðurljósunum sem lýsa upp kvöldhimininn í kvöld og segir hann norðurljósavirknina óvenjumikla.

Það glittir í stjörnur á bak við norðurljósin í Fljótshlíðinnni.Helgi Kristófersson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.