Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 15:59 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstólinn í Varsjá áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það. Pólland Þungunarrof Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira