Vara­mennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang og Bellerin fagna sigurmarkinu.
Aubameyang og Bellerin fagna sigurmarkinu. Chris Hofer/Getty Images

Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1.

Rúnar Alex Rúnarsson fékk ekki tækifærið í markinu hjá Arsenal heldur var Bernd Leno áfram í markinu.

Staðan var markalaus í hálfleik en það var einmitt Leno sem gerði sig sekan um mistök á 51. mínútu er Rapid komst yfir.

Pierre Emerick Aubameuyang og Hector Bellerin var skipt inn á þegar klukkutími var liðinn og það gaf Arsenal liðinu kraft.

David Luiz jafnaði metin á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Aubameyang Arsenal yfir eftir undirbúning Bellerin. Lokatölur 2-1 en í sama riðli vann Molde 2-1 sigur á Dundalk og Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn PAOK sem gerði 1-1 jafntefli við Omonia á heimavelli.

Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 89. mínútu er AZ Alkmaar vann frækinn 1-0 sigur á Napólí.

Nokkra leikmenn vantaði í lið Hollendinganna vegna kórónuveirunnar en þeir létu það ekki slá sig út af laginu. Sigurmarkið skoraði Jesper Karlsson á 57. mínútu.

Öll úrslit dagsins:

A-riðill
:

CSKA Sofia - Cluj 0-2

Young Boys - Roma 1-2

B-riðill:

Dundalk - Molde 1-2

Rapid Vín - Arsenal 1-2

C-riðill:

Leverkusen - Nice 6-2

Hapoel Beer Sheva - Slavía Prag 3-1

D-riðill:

Lech Poznan - Benfica 2-4

Standard Liege - Rangers 0-2

E-riðill:

PAOK - Omonia 1-1

PSV - Granada 1-2

F-riðill:

Rijeka - Real Sociedad 0-1

Napoli - AZ Alkmaar 0-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira