Erlent

Fundu látið fóstur í úti­húsi í Norður-Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Troms kveðst nú vinna að því að bera kennsl á fóstrið, en krufning hefur þegar farið fram.
Lögregla í Troms kveðst nú vinna að því að bera kennsl á fóstrið, en krufning hefur þegar farið fram. Getty

Lögregla í Norður-Noregi hefur hafið rannsókn eftir að fóstur fannst látið í útihúsi í Kvæfjord í Suður-Troms á mánudag. Lögregla segir í tilkynningu í dag líkið beri þess merki að hafa legið þar lengi.

NRK segir frá því að þetta sé í annað sinn á um ári sem fóstur finnist látið í Kvæfjord en í október á síðasta ári fannst einnig látið fóstur á Borkenesi þegar verið var að vinna að framkvæmdum við hús.

Frank Sletten, lögreglumaður í Harstad, segir í samtali við NRK að of snemmt sé að segja til um hvort að málin tengist á einhvern hátt. Verið sé að rannsaka vettvanginn og ræða við fólk sem tengist umræddu heimilisfangi þar sem fóstrið fannst.

Lögregla í Troms kveðst nú vinna að því að bera kennsl á fóstrið, en krufning hefur þegar farið fram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.