Ríkisstjórinn í Lagos segir engan hafa látist Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. október 2020 12:01 Lögreglumenn við störf í Lekki. AP/Sunday Alamba Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. Breska ríkisútvarpið hafði eftir sjónarvottum að einkennisklæddir hermenn hefðu skotið á mótmælendur sem söfnuðust saman við tollahliðið að úthverfinu Lekki í gærkvöldi. Þá sást til hermanna girða fyrir svæðið áður en skotum var hleypt af. Fólkið var saman komið til að mótmæla svokölluðu SARS-teymi nígerísku lögreglunnar, sem hafði það hlutverk að vinna gegn ránum en var sagt spillt og standa að aftökum án dóms og laga. Teyminu hefur verið harðlega mótmælt undanfarnar tvær vikur og lagði Muhammadu Buhari forseti það niður fyrr í mánuðinum. Nígeríska dagblaðið Premium Times hafði eftir heimildarmönnum að um tólf hefðu verið skotin til bana. Amnesty International í Nígeríu sagði svo á Twitter að samtökin hefðu undir höndum sönnunargögn fyrir því að mótmælendur hefðu verið skotnir til bana á svæðinu. Nígeríski herinn hafnar þessu og sagði á Twitter að um falsfréttir væri að ræða. Babajide Sanwo-Olu, ríkisstjóri í Lagos, sagði að 25 hefðu særst en enginn látist. Bandaríkjamenn hafa lokað ræðisskrifstofu sinni í Lagos tímabundið vegna upplausnarástandsins sem sagt er ríkja og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, kallaði eftir því að Buhari hætti að beita hernum gegn mótmælendum Nígería Tengdar fréttir Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. Breska ríkisútvarpið hafði eftir sjónarvottum að einkennisklæddir hermenn hefðu skotið á mótmælendur sem söfnuðust saman við tollahliðið að úthverfinu Lekki í gærkvöldi. Þá sást til hermanna girða fyrir svæðið áður en skotum var hleypt af. Fólkið var saman komið til að mótmæla svokölluðu SARS-teymi nígerísku lögreglunnar, sem hafði það hlutverk að vinna gegn ránum en var sagt spillt og standa að aftökum án dóms og laga. Teyminu hefur verið harðlega mótmælt undanfarnar tvær vikur og lagði Muhammadu Buhari forseti það niður fyrr í mánuðinum. Nígeríska dagblaðið Premium Times hafði eftir heimildarmönnum að um tólf hefðu verið skotin til bana. Amnesty International í Nígeríu sagði svo á Twitter að samtökin hefðu undir höndum sönnunargögn fyrir því að mótmælendur hefðu verið skotnir til bana á svæðinu. Nígeríski herinn hafnar þessu og sagði á Twitter að um falsfréttir væri að ræða. Babajide Sanwo-Olu, ríkisstjóri í Lagos, sagði að 25 hefðu særst en enginn látist. Bandaríkjamenn hafa lokað ræðisskrifstofu sinni í Lagos tímabundið vegna upplausnarástandsins sem sagt er ríkja og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, kallaði eftir því að Buhari hætti að beita hernum gegn mótmælendum
Nígería Tengdar fréttir Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18